news

Dagur leikskólans

06 Feb 2023

Dagur leikskólans er í dag mánudaginn 6. febrúar. Í tilefni hans voru eða verða sett upp listaverk eftir börnin í pósthúsinu, Fjarðasport, sundlauginni og svo í gluggana hér í salnum. Hér á Eyrarvöllum verður svo farið í stórt flæði um allan leikskólann og í kaffinu verður boðið upp á skúffuköku.
Hér á myndinni má sjá verk eftir börnin á Skarkalagötu sem hanga uppi í sundlauginni en börnin voru svo heppin að fá vettvangsferð í leiðinni og þau komu að hengja verkin upp.