Stjórnun

Fræðslunefnd fer með yfirstjórn leikskólanna, fjármál, áætlanagerð og skipulagsmál. Leikskólar Fjarðabyggðar ætla sér að uppfylla ákvæði laga og reglugerðar. Þeir skulu búa börnum öruggt umhverfi og góð uppeldisleg skilyrði undir handleiðslu vel menntaðs starfsfólks. Í leikskólunum skal unnið metnaðarfullt starf í góðri samvinnu við foreldra.

Leikskólastjóri er yfirmaður leikskóla og ber faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfseminni. Aðstoðarleikskólastjóri er staðgengill leikskólastjóra í fjarveru hans. Leikskólakennari með deildarábyrgð stýrir starfi á einstökum deildum.

Leikskólakennarar og annað starfsfólk vinnur að uppeldisstarfinu með börnunum.

Starfsfólk leikskólans er bundið þagnarskyldu um öll trúnaðarmál svo og hagi einstakra barna.