Fatnaður

Klæðnaður: barnanna þarf að vera í samræmi við veðurfar og greinilega merktur börnunum. Nauðsynlegt er að hafa aukafatnað meðferðis í skólann, bæði inniföt og útiföt. Í skólanum er hægt að fá eyðublað fyrir pöntun á mjög handhægum merkimiðum til að merkja fatnað barnanna. Gott er að hafa það í huga að skólinn er vinnustaður barnanna og því betra að hafa þau í fötum sem mega verða fyrir hnjaski. Foreldrar þeirra barna sem nota bleiur komi með þær í skólann. Athugið skólinn sér börnunum ekki fyrir aukafötum.

Forstofa: Foreldrar eru beðnir um að ganga vel frá fötum og skóm barna sinna við upphaf og í lok hvers dags. Ekki er ætlast til að börnin séu með töskur undir fatnað sinn, heldur fær hvert barn plastbox undir aukaföt sín og eru boxin geymd í leikskólanum og einnig er hægt að geyma útiföt og skó í hólfum barnanna alla daga fyrir utan föstudaga. Þá er nauðsynlegt að tæma bæði hólf og skógrindur svo hægt sé að þrífa vel forstofur skólans.