Daglegt starf

Daglegt líf í leikskóla markast af föstum athöfnum og lúta að líkamlegum þörfum barna og heilsu þeirra. Í daglegum störfum eru farnar leiðir til þess að ná markmiðum leikskólans og því er mikilvægt að samræmi sé á milli markmiða og leiða. Dagskipulag er í nokkuð föstum skorðum eins og að á ákveðnum tímum matast börn, þvo sér, leika og hvíla sig. Dagskipulag á að sníða að þörfum barna, þroska þeirra, aldri, samsetningu barnahóps, dvalartíma og öðrum ytri skilyrðum. Skipulag og ákveðnar tímasetningar á daglegum atburðum gefa leikskólastarfinu festu og tryggja hæfilegan og samfelldan tíma til leikja og skapandi starfs. En þó þarf starfsfólk að geta verið sveigjanlegt ef dagskipulagið hentar ekki börnunum eða starfinu þann daginn.