Mat á skólastarfi

Tilgangur með mati á leikskólastarfi er að tryggja að réttindi leikskólabarna séu virt og þau fái þá menntun og þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum um leikskóla. Mat á skólastarfi er tvíþætt: annars vegar er mat sem leikskólarnir framkvæma sjálfir og er kallað innra mat og hins vegar er það ytra mat sem utanaðkomandi aðili vinnur á vegum sveitarfélagsins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og annarra aðila.

Innra mat

Innra mat er ætlað að veita upplýsingar um starfshætti leikskólans og stuðla að umbótum og auknu gæði á leikskólastarfinu. Innra mat er liður í þróun leikskólastarfsins og er samofið daglegu starfi leikskólans. Leikskólakennarar eru í lykilhlutverki við skipulagningu og framkvæmd innra mats en mikilvægt er að matið sé byggt á þátttöku og samvinnu kennara, foreldra og barna. Niðurstöður matsins ásamt umbótaráætlun eiga að vera aðgengileg á heimasíðu leikskólans. Kennarar Eyrarvalla eru að vinna í að finna skemu fyrir innra mat sem henta leikskólanum.

Fundir

Leikskólastjóri ber ábyrgð á að fundir séu haldnir og stjórnar þeim. Starfsmanna- og deildarfundir eru einu sinni í mánuði og deildarstjórafundir einu sinni í viku ef hægt er. Á þessum fundum eru ýmsir þættir í starfinu ræddir og metnir. Á hverjum morgni eru 10-15 mínútna morgunfundir þar sem farið er yfir daginn og skipulagt það sem þarf.

Starfsmannasamtöl

Starfsmannasamtöl eru haldin að vori og er tilgangurinn með þeim að meta starf sitt yfir veturinn. Starfsmenn fá tækifæri til að viðra skoðanir sína og óskir um breytingar ef einhverjar eru. Rætt er um framgang starfsmannsins í starfi og hvaða markmið hver og einn setur sér fyrir komandi skólaár.

Ytra mat

Fræðsluráð Fjarðabyggðar hefur eftirlit með því að starfsemi leikskólans samræmist leikskólalögum, reglugerðum og aðalnámskrá leikskóla.

Vorið 2020 var gerð foreldrakönnun um starf leikskólans og hér eru niðurstöður hennar.

skolapulsinn.pdf