Foreldrafélagið

Við leikskólann er starfandi foreldrafélag. Stjórn þess er skipuð þremur til fjórum fulltrúum foreldra auk þess sem leikskólastjóri situr stjórnarfundi. Foreldrafélagið styður dyggilega við leikskólastarfið og tekur þátt í að skipuleggja ferðir, skemmtanir og fleira. Það hefur t.d. boðið upp á leiksýningu á hverju ári. Aðalfundur foreldrafélagsins er haldinn að hausti.