Agastefnan á Eyrarvöllum
Á Eyrarvöllum erum við með agastefnu sem byggir fyrst og fremst á þeim reglum sem skráðar eru hér fyrir neðan Bláu, Gulu, Rauðu og Grænu
Þessar reglur hafa verið kynntar fyrir barnahópnum og eru börnin mjög dugleg að tileinka sér.
Bláa reglan - Fullorðnir leiðbeina
- Að kenna börnunum að bera virðingu fyrir fullorðnum.
- Fullorðnir eru leiðbeinendur í lífinu því börn hafa ekki þroska til að bera ábyrgð á öllum hlutum.
Gula reglan - Einn talar í einu
- Að hlusta, bíða, skiptast á.
- Að auka virðingu og tillitssemi.
Rauða reglan - Allir laga til
- Að auka samkennd og virðingu fyrir hlutunum.
- Stuðla að hjálpsemi og sameiginlegri ábyrgð.
- Við förum af svæðinu eins og við viljum koma að því.
Græna reglan - við meiðum ekki aðra hvorki með athöfnum né orðum.
- Börn þurfa leiðsögn að réttum hlutum með jákvæðum aga.
- Að finna aðra leið til að leysa vandann.
- Að sporna gegn einelti, að vera góð hvert við annað.
- Að börnin átti sig á afleiðingum þess að meiða/særa aðra.