news

Blótað á Eyrarvöllum

20 Jan 2023

Í dag var þorrablót haldið á öllum deildum Eyrarvalla. Þrjár elstu deildarnar hittust í salnum, sungu þorralög og borðuðu síðan þorramat saman - á yngstu deildunum var borðað inn á deild og sungin þorralög. Milli 15 og 16 í dag eru svo allir sem tengjast barninu velkomnir í þorrakaffi þar sem boðið verður upp á smakk af þorramat, kaffi og spjall.