news

BRAS í heimsókn

02 Okt 2023

BRAS er menningarverkefni á Austurlandi sem haldin er í sjötta sinn á þessu ári. Í ár ber verkefnið nafnið ,,hringavitleysa" og er unnið út frá hringnum en hann getur táknað svo margt, upphaf og endi, líf og dauða, heiminn, sólkerfið, hringrásakerfi, sápukúlur, húlahringi og allt þar á milli.

Í ár var leikskólum á Austurlandi boðið að vera með og var ætlað 4-5 ára gömlum börnum.

Á fimmtudaginn síðastliðinn kom því Benni Hemm Hemm í heimsókn á Eyrarvelli og var með fræðslu um verkefnið fyrir starfsmenn fyrst og fékk síðan börnin til sín og fór yfir texta af tveimur lögum eftir Svavar Pétur Eysteinsson/ Prins Póló. Síðan spilaði hann á gítar og söng fyrir börnin. Við þökkum fyrir að fá að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og ef áhugi er fyrir að vita meira um BRAS þá bendum við á heimasíðu þeirra https://austurland.is/bras/