news

Dagur leikskólans

05 Feb 2021

Í tilefni af Degi leikskólans (sem er 6. febrúar) ákváðum við að hafa flæði í öllum leikskólanum en það þýðir að allir krakkarnir í leikskólanum mega fara út um allan leikskóla að leika. Venjulega erum við með myndlistasýningar út um allan bæ en vegna Covid ákváðum við að vera bara með verkin þeirra í gluggunum í leikskólanum þetta árið.

Þetta var svo skemmtilegt og mikil gleði hjá krökkunum að hitta systkini og frændsystkini og fá að leika á alls konar stöðum. 1. bekkur kom líka í heimsókn til okkar og fór 1/2 Saltkráka í skólann. Þetta gekk alveg glimmrandi vel og ætlum við að gera þetta aftur eftir 2 vikur þegar restin af Saltkráku fer í skólann svo allir fái að prófa að fara í flæði.