Gjaldskrá fyrir leikskóla í Fjarðabyggð

Dvalargjöld

Dvalargjöld reiknast útfrá vistunargjaldi á klst á mánuði. Hver klst. mun frá og með 1. janúar 2017 vera 3.333 kr. Hver klst. fyrir vistun umfram 8 tíma mun frá og með 1. janúar 2017 vera 6.666 kr. Sé það gjald margfaldað með vistunartíma barnsins reiknast út dvalargjaldið eins og gert er grein fyrir í töflunni hér fyrir neðan.Vistun Dvalargjöld 50% afsláttur 30% afsláttur
4 tíma vistun 13.333 6.666 9.333
4,5 tímavistun 15.000 7.500 10.500
5 tíma vistun 16.666 8.333 11.666
6 tíma vistun 19.999 10.000 14.000
7 tíma vistun 23.333 11.666 16.333
8 tímavistun 26.665 13.333 18.666
8,5 tíma vistun 30.000 15.000 21.000
9 tíma vistun 33.334 16.667 23.334Afslættir

Veittur er 50% afsláttur fyrir annað barn. Ekkert er greitt fyrir þriðja barn. Greiða ber fullt gjald fyrir það barn sem er í lengstri gjaldskyldri vistun. Veittur er 30% afsláttur fyrir einstæða foreldra og námsfólk séu báðir foreldrar í fullu námi. Afslættir reiknast eingöngu af dvalargjöldum.

Fæðisgjald

Morgunhressing 2.215 - kr.

Síðdegishressing 2.215 - kr.

Hádegismatur 4.406 - kr.

Leikskólagjaldið greiðist fyrirfram, eindagi er 15. hvers mánaðar. Dragist greiðsla í tvo mánuði er litið svo á, að undangenginni viðvörun, að plássinu hafi verið sagt lausu. Uppsagnarfrestur leikskólaplássa er 1 mánuður og miðast uppsögn við 1. hvers mánaðar.

Reglur um niðurfellingu leikskólagjalda

Ef um veikindi barns er að ræða sem vara 4 vikur eða lengur er hægt að fella niður leikskólagjöld um helming gegn framvísun læknisvottorðs. forföll langveikra barna og niðurfelling gjalda vegna þeirra verði metin af leikskólastjórum í hvert sinn. Leikskólagjöld falla niður í samfelldu sumarfrí barna. Boðið er upp á 4, 6 eða 8 vikur.