news

Ráðning aðstoðarskólastjóra

07 Jún 2023

Jóhanna Smáradóttir sem hefur sinnt afleysingu í stöðu aðstoðarskólastjóra síðast liðinn vetur er nú formlega tekin við þeirri stöðu á Eyrarvöllum.

Jóhanna hefur langa og mikla reynslu af starfi á leikskóla. Hún er menntaður leikskólakennari og hefur starfað sem deildarstjóri síðan 2009 og nú sem aðstoðarleikskólastjóri í eitt ár sl. vetur. Hún hefur skýra sýn á faglega forystu í leikskólastarfi og hefur lagt áherslu á að vera í góðri samvinnu og samskiptum við starfsfólk, foreldra og börn. Einnig er hún með góða faglega sýn á leikskólastarf og á mikilvægi þess allir fái tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum.

Jóhanna þekkir vel leikskólastarfið á Eyrarvöllum og hefur áhuga og færni til að taka að sér leiðtogahlutverk. Hún hefur einnig unnið með og þekkir vel hugmyndafræðina uppeldi til ábyrgðar sem Eyrarvellir vinnur eftir. Jafnframt hefur hún unnið með opnum hug og færni að fræðilegri stefnu leikskólans.

Á sama tíma og við óskum Jóhönnu til hamingju með stöðu aðstoðarskólastjóra við Eyrarvelli þá viljum við þakka Sigurveigu Dagbjartsdóttur fráfarandi aðstoðarskólastjóra kærlega fyrir sín störf í við leikskólann og óskum henni velferðar.