news

Gjöf frá Krabbameinsfélaginu

03 maí 2023

Krabbameinsfélag Austfjarða kom hér færandi hendi með sólarvarnir fyrir hverja deild leikskólans. Eitt af markmiðum Krabbameinsfélagsins er að fækka þeim sem fá krabbamein með öflugum forvörnum. Sólarvarnir skipta miklu máli fyrir alla og þá sérstaklega börn, sem eru viðkvæmari fyrir sólargeislum, en skaði af völdum sólar getur leitt til húðkrabbameins síðar á ævinni. Talið er að á íslandi þurfi að huga að sólarvörnum frá apríl - september og þá sérstaklega milli klukkan 10 og 16 og er það einmitt sá tími sem mörg börn eru í leikskóla og því mikilvægt að gæta vel að þessu.

Við þökkum félaginu kærlega fyrir þessa nytsamlegu gjöf og nú má sólin fara að mæta.