news

Slökkviliðið í heimsókn á Saltkráku

14 Nóv 2022

Tveir slökkviliðsmenn heimsóttu börnin á Saltkráku og fræddu þau um eldvarnir og einnig kynntu þeir fyrir þeim “Loga og Glóð”. Ár hvert eru börnin á elstu deild að gerast aðstöðumenn Slökkviliðsins og þau skiptast á að sjá um að eldvarnirnar í leikskólanum eru alltaf í lagi yfir skólaárið.

Öll börnin fengu fallega möppu sem heitir Slökkviliðið mitt. Í henni eru þrautir og verkefni. Á bakhliðinni eru mikilvæg skilaboð sem börn og foreldrar geta skoðað saman.

Í vor fær hvert barn áritað viðurkenningarskjal þar sem slökkviliðsstjóri býður það velkomið í hóp aðstoðarmanna slökkviliðsins.