news

Jólaball Eyrarvalla

21 Des 2022

Í gær var haldið vel heppnað jólaball á Eyrarvöllum. Allir hittust í salnum um 9:30 og byrjað var á því að dansa og syngja í kringum jólatréð. Eftir örfá sungin lög birtust tveir rauðklæddir, þeir Hurðaskellir og Skyrgámur, sem rendu sér á sleða til okkar og kíktu í heimsókn. Þeir dönsuðu með okkur í kringum jólatréð, sungu nokkur jólalög með okkur og gáfu svo öllum jólasveinabangsa áður en þeir héldu aftur til fjalla. Í kaffitímanum var svo boðið upp á randalínur, heitt súkkulaði eða mjólk og piparkökurnar sem börnin á Saltkráku og Skarkalagötu höfðu bakað og allar deildir málað :)