news

Breytingar á stjórn foreldrafélags Eyrarvalla

30 Nóv 2022

Aðaldundur foreldrafélags Eyrarvalla var haldinn miðvikudaginn 23. nóvember síðastliðinn. Þar var fámennt en góðmennt og farið yfir ýmis málefni sem varðandi leikskólann og starf foreldrafélagsins.
Breytingar urðu á stjórninni þar sem Petra Lind Sigurðardóttir, Sævar Örn Harðarson og Ásdís Helga Jóhannsdóttir létu af störfum og var kosið um nýja stjórnarmeðlimi fyrir þeirra hönd. Nýjir stjórnarmeðlimir eru Anna Margrét Arnarsdóttir, Guðrún Ósk Auðunsdóttir og Oddný Lind Björnsdóttir, en áfram sitja Pálína Fanney sem formaður og Bríet Ósk sem gjaldkeri. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin í foreldrafélagsstjórnina um leið og við þökkum Petru, Sævari og Ásdísi fyrir sín störf í þágu félagsins.

Fundargerð má sjá hér á heimasíðunni undir: Foreldrafélagið - fundargerðir.