news

Afmæli leikskólans

08 Okt 2021

Þann 17. september átti leikskólinn 5 ára vígsluafmæli og heldum við upp á það með partýi á vellinum og blöðrum um allt og vorum svo með flæði í öllum leikskólanum, þ.e. opið var á milli allra deilda og gátu börnin farið eins og þau vildu á milli. Þetta er alltaf mjög spennandi og sérstaklega hjá stóru krökkunum að fara og hitta alla litlu krakkana. Svo var að sjálfsögðu afmæliskaka í kaffitímanum.