news

Sumarlokun leikskólanna sumarið 2020

14 Nóv 2019

Fyrir liggur minnisblað um sumarlokun leikskóla. Í minnisblaðinu er í samræmi við starfsáætlun í fræðslumálum gert ráð fyrir fjögurra vikna sumarlokun eða 20 virkum dögum. Þá kemur fram að sumarlokun leikskólanna verði stillt af þannig að sumarlokun leikskólanna fimm í Fjarðabyggð spanni í það minnsta tvo mánuði sumarsins. Lagt er til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2020 verði þessi:

- Eyrarvellir Norðfirði 18.06-15.07 báðir dagar meðtaldir
- Dalborg Eskifirði 01.07-28.07 báðir dagar meðtaldir
- Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli 13.07-10.08 báðir dagar meðtaldir
- Kæribær Fáskrúðsfirði 13.07-10.08 báðir dagar meðtaldir
- Lyngholt Reyðarfirði 20.07-17.08 báðir dagar meðtaldir

Þá er athygli vakin á reglum um leikskóla í Fjarðabyggð, en samkvæmt þeim geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis.

Enn fremur leggur fræðslunefnd til og hefur verið samþykkt, að foreldrar fái aukið svigrúm við töku sumarleyfis barna utan sumarlokunar leikskóla, þ.e. sumarleyfi barna þurfi ekki að vera samfellt, en þurfi að taka á tímabilinu frá 15. maí til 15. september.