news

Starfsdagur mánudaginn 16. mars vegna Kórónuveiru

13 Mar 2020

Starfsdagur í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar mánudaginn 16. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið.

Sveitarfélagið Fjarðabyggð vinnur nú að skipulagningu skóla- og frístundastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir.

Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur mælst til þess að öll sveitarfélög fylgi þessu fordæmi og hafi starfsdag í skólum á mánudaginn. Vegna þess hefur Fjarðabyggð ákveðið að mánudagurinn 16. mars verði starfsdagur í leik- og grunn- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar, ásamt frístundarheimilum til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt fagstarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.

Foreldrar/forráðamenn leik- og grunnskólabarna eru beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á heimasíðum sveitarfélagsins og á heimasíðum grunn- og leikskóla.

Kær kveðja

Þóroddur

Fréttin á ensku og pólsku á heimasíðu Fjarðabyggðar

https://www.fjardabyggd.is/nanar/starfsdagur-i-lei...