Starfið að komast í gang

11 Sep 2017

Verið nú öll velkomin aftur í leikskólann eftir sumarfrí. Núna fer allt að komast í fastar skoður hjá okkur og skipulagt starf að fara í gang. Í haust byrjuðu tveir nýjir starfsmenn hjá okkur, þær Verna sem er á Sólbakka og í afleysingu og Elín sem er á Ólátagarði og í afleysingu.

Við erum mjög spennt fyrir vetrinum þar sem við erum farin að þekkja nýja húsnæðið og umhverfið betur. Allt starfsfólk fór á Lubbanámskeið í vor og mun Lubbi (og málhljóðin) skipa stóran sess í starfinu okkar í vetur.