news

Öskudagurinn

03 Mar 2017

Öskudagurinn var mjög skemmtilegur hjá okkur. Það mættu allir í búningum eða náttfötum, bæði starfsfólk og börn, og voru allir svo fínir og flottir. Við héldum tvö böll, eitt fyrir 2015 og 2014 og annað fyrir 2013, 2012 og 2011. Það hefur reynst alveg svakalega vel að tvískipta þessu svona og njóta sín allir mikið betur :) Kötturinn var sleginn úr tunninni (poki í tilfellir yngstu barnanna) og var mikil spenna. Guðmundur Atli var tunnukóngurinn hjá þeim yngri og Stefanía Mist hjá þeim eldri. Við dönsuðum og allir fengu snakk, kex og djús :)