news

Gjöf - Lærum og leikum með hljóðin

27 Sep 2019

Í seinasta mánuði fengum við á Eyrarvöllum mjög flotta og veglega gjöf frá Bryndísi Guðmundsdóttir talmeinafræðingi. Við fengum tösku fulla af málörvunar og talþjálfunar efni eftir hana. Bryndís hefur starfað í rúmlega 30 ár á Íslandi sem talmeinafræðingur og gefið út efni m.a. námsefnið Lærum og leikum með hljóðin. Í tilefni af því ákvað hún að gefa öllum leikskólum á Íslandi heildstætt efni úr Lærum og leikum með hljóðin til að nýta í starfi sínu með leikskólabörnum. Lærum og leikum með hljóðin kennir framburð hljóða, hljóðvitund og bókstafi, þjálfar hljóðkerfisþætti, eykur orðaforða og hugtakaskilning, auk þess að gefa fyrirmynd að setningagerð og mörgum málfræðiþáttum íslenskunnar.

Við fengum líka gjöf frá Menntamálastofnun sem voru stafaspjöld lítil og stór.

Við þökkum Bryndísi Guðmundsdóttir og Menntamálastofnun kærlega fyrir þessar gjafir sem munu koma að mjög góðum notum hjá okkur.