news

Jóladagurinn okkar

17 Des 2020

Það má nú aldeilis segja að 16. desember hafi verið frábær jóladagur hjá okkur. Við byrjuðum á því að fara á jólaball og dönsuðum í kringum jólatréð og sungum jólalög. Svo komu 4 hressir jólasveinar og gáfu öllum krökkunum bangsa, þetta voru þeir Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur og Pottaskefill. Í hádeginu var jólamatur, hangikjöt, kartöflur, uppstúfur, rauðkál og grænar baunir. Í kaffinu fengum við svo heitt súkkulaði með rjóma, lagtertu, piparkökur og mandarínur.