news

Helgileikurinn

17 Des 2020

Árlega sýna elstu krakkarnir helgileikinn í kirkjunni fyrir foreldra og aðra ættingja. Í ár gátum við ekki boðið fólki í kirkjuna en við létum það nú ekki stoppa okkur heldur sendum bara live á Facebook. Það var nú bara alveg frábært og gáfum við þá fleirum tækifæri til þess að sjá þessa flottu krakka sem stóðu sig með stakri prýði. Með þessu fyrirkomulagi gat mamma sem komst ekki úr vinnunni séð, pabbi sem var á sjó og amma og afi sem eiga heima annars staðar. Við munum klárlega hafa þennan möguleika í boði í framtíðinni.

Með þessu fyrirkomulagi gátu þau líka fengið að horfa á sig þegar þau komu aftur í leikskólann.