news

Heimsókn á hjúkrunardeildina

25 Nóv 2019

Núna í vetur fara krakkarnir á Saltkráku/Matthíasarborg tvisvar í mánuði upp á hjúkrunardeild að heimsækja heimilisfólkið þar. Þar er ýmislegt gert saman ungir sem aldnir, þau kubba saman, lita, spjalla og spila teningaspil. Þessi stund gefur okkur öllum svo ótrúlega mikið.